Tími til að hætta að breyta klukkunni

Big Ben. Ætli Bretar hætti að breyta klukkunni, þeir sem …
Big Ben. Ætli Bretar hætti að breyta klukkunni, þeir sem eru komnir með annan fótinn út úr Evrópusambandinu? AFP

Fleiri en 80% svarenda vilja hætta að breyta klukkunni á sumrin í Evrópu. Það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Lögum Evrópusambandsins um þetta verður sennilega breytt.

4,6 milljónir tóku þátt í könnun ESB sem var gerð í júlí og út miðjan ágúst. Þrjár milljónir þátttakenda voru Þjóðverjar. Um þetta er fjallað í þýska dagblaðinu Deutsche Welle.

Klukkunni er flýtt um klukkustund í mars og svo seinkað aftur í október. Flestir þeirra sem svöruðu þessari könnun vilja hætta að flýta og seinka klukkunni og hafa hana bara alltaf eins.

Ef samræmdum lögum ESB um þetta er breytt hefur það ekki í för með sér að þessu verði alls staðar hætt, heldur mun það einfaldlega gefa ríkjum frelsi til að ákveða þetta sjálf.

Þetta sýnir að það að breyta klukkunni skilar sér sennilega ekki í aukinni lífshamingju íbúa. Hérlendis hefur verið nokkur umræða um að taka upp þetta fyrirkomuleg til þess að hlífa Íslendingum við versta skammdeginu. Viðhorf þeirra sem því eru hlynntir kann væntanlega að breytast við þessar fréttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert