Leiðtogi aðskilnaðarsinna drepinn

Alexander Zakharchenko á blaðamannafundi.
Alexander Zakharchenko á blaðamannafundi. AFP

Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, var drepinn í sprengingu í borginni Donetsk.

„Það er leitt að segja frá því að leiðtogi DNR (Lýðræðisflokks fólksins í Donetsk), Alexander Zakharchenko, er látinn eftir hryðjuverkaárás. Nánari fregnir koma síðar,“ sagði fréttastofa aðskilnaðarsinna, DAN.

BBC greinir frá því að sprengingin hafi orðið á kaffihúsi.

Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk, sem eru studdir af Rússum, viðurkenna ekki úkraínsku stjórnvöldin í höfuðborginni Kiev.

Alexander Zakharchenko (í miðjunni), umkringdur vopnuðum mönnum.
Alexander Zakharchenko (í miðjunni), umkringdur vopnuðum mönnum. AFP
AFP
mbl.is
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...