Meirihluti óánægður með Trump

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Meirihluti Bandaríkjamanna, 60%, er óánægður með störf Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í nýrri könnun en meirihluti svarenda styður rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á tengslum Trumps við Rússa í aðdraganda kosninganna haustið 2016.

Sjónvarpsstöðin ABC og dagblaðið Washington Post létu framkvæma könnunina. Þar kemur fram að 36% svarenda eru ánægð með störf forsetans.

Í síðustu könnun sem ABC lét gera í apríl sögðust 40% þeirra sem svöruðu vera ánægð með störf forsetans en 56% óánægð. Könnunin var gerð dagana 26. til 29. ágúst og úrtakið var 1.003 einstaklingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...