Í lífshættu eftir árás

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP

Karl á fimmtugsaldri er í lífshættu eftir hnífstunguárás í Bergsjön, í úthverfi Gautaborgar, samkvæmt upplýsingum frá sænsku lögreglunni. Tilkynnt var um árásina síðdegis og þegar lögregla kom á vettvang var árásarmaðurinn á bak og burt en fórnarlambið er með fjölmarga alvarlega áverka. Að sögn lögreglu urðu fjölmörg vitni að árásinni og er vitað hver var að verki.

Unglingsstúlka er í haldi lögreglunnar í Eskilstuna grunuð um alvarlegt ofbeldi í garð karls á fimmtugsaldri. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús um tvöleytið en er ekki í lífshættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert