Leita vitna í tengslum við morð

Doan Thi Huong og Siti Ashyah.
Doan Thi Huong og Siti Ashyah. AFP

Lögreglan í Malasíu leitar tveggja kvenna frá Indónesíu en þær eiga að bera vitni í réttarhöldum yfir konunum sem sakaðar eru um að hafa myrt hálf­bróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu.

Lögregla leitar aðstoðar almennings í Malasíu við að hafa uppi á Raisa Rinda Salma og Dessy Meyrisinta en þær hafa ekki fundist þar sem þær eru skráðar til heimilis.

Siti Aisyah og Doan Thi Huong eru sagðar hafa makað tauga­eitr­inu VX fram­an í Kim Jong-nam, hálf­bróður Kim Jong-un. At­vikið átti sér stað á flug­vell­in­um í Kuala Lump­ur í Malas­íu í fe­brú­ar í fyrra.

Lögmenn Aisyah og Huong halda því fram að konurnar hafi verið gabbaðar af yfirvöldum í Norður-Kóreu. Fjór­ir norðurkór­esk­ir út­send­ar­ar hafa einnig verið ákærðir vegna máls­ins.

Asria, faðir Aisyah, biðlaði til ráðamanna í heimalandi sínu Indónesíu að koma með einhverjum hætti að björgun dóttur hans. „Hún var göbbuð. Ég hef talað við hana og hún veit ekki hvað gerðist,“ sagði hann.

mbl.is
Hoppukastalar.is er Barnaafmæli eða Veisla framundan ?
Leigðu Hoppukastala, Veislutjöld, Candy Floss. Góð þjónusta á frábæru verði. Ná...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...