Leita vitna í tengslum við morð

Doan Thi Huong og Siti Ashyah.
Doan Thi Huong og Siti Ashyah. AFP

Lögreglan í Malasíu leitar tveggja kvenna frá Indónesíu en þær eiga að bera vitni í réttarhöldum yfir konunum sem sakaðar eru um að hafa myrt hálf­bróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu.

Lögregla leitar aðstoðar almennings í Malasíu við að hafa uppi á Raisa Rinda Salma og Dessy Meyrisinta en þær hafa ekki fundist þar sem þær eru skráðar til heimilis.

Siti Aisyah og Doan Thi Huong eru sagðar hafa makað tauga­eitr­inu VX fram­an í Kim Jong-nam, hálf­bróður Kim Jong-un. At­vikið átti sér stað á flug­vell­in­um í Kuala Lump­ur í Malas­íu í fe­brú­ar í fyrra.

Lögmenn Aisyah og Huong halda því fram að konurnar hafi verið gabbaðar af yfirvöldum í Norður-Kóreu. Fjór­ir norðurkór­esk­ir út­send­ar­ar hafa einnig verið ákærðir vegna máls­ins.

Asria, faðir Aisyah, biðlaði til ráðamanna í heimalandi sínu Indónesíu að koma með einhverjum hætti að björgun dóttur hans. „Hún var göbbuð. Ég hef talað við hana og hún veit ekki hvað gerðist,“ sagði hann.

mbl.is
Verslunar + Lager + Geymsluhúsnæði eða létta starfsemi .
Til leigu í Bolholti 4, 105 Reykjavík Verslunarhúsnæði 235 ferm. laust strax.La...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...