Skotbardagi í úthverfi Óslóar

Norska lögreglan að störfum.
Norska lögreglan að störfum. AFP

Rúmlega tvítugur maður hefur verið handtekinn af lögreglunni í Ósló grunaður um að hafa átt aðild að skotbardaga milli tveggja hópa í Ensjø-hverfinu á föstudagskvöldið. Að sögn lögreglu þykir mesta mildi að enginn særðist í átökunum því skot hæfðu bifreið með fjölskyldu, hjón og tvö börn, sem áttu leið um.

Henrik Rådal, saksóknari hjá lögreglunni í Ósló, segir að óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum í dag en hann hefur áður komist í kast við lögin. Ekki sé útilokað að fleiri verði handteknir í tengslum við málið.

Lögreglan telur sig vita hverjir fleiri voru að verki og er þeirra nú leitað. Ekki er útilokað að lýst verði eftir þeim með mynd- og nafnbirtingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert