Óttast mannlegan harmleik í Idlib

AFP

Frans páfi varar við mannlegum harmleik í Idlib-héraði í Sýrlandi en héraðið er síðasta mikilvæga vígi uppreisnarmanna sem stjórnarherinn lætur sprengjum rigna yfir.

Loftárásir hafa verið daglegur viðburður í héraðinu undanfarnar vikur en herinn er að reyna að uppræta starfsemi uppreisnarmanna og ná yfirráðum þar að nýju.

Páfi kom inn á málefni Idlib í predikun í morgun. Hann segir að enn ríki stríðsvindar í Sýrlandi og hætta sé á mannlegum harmleik í Idlib. Hann hvetur alþjóðasamfélagið til þess að beita friðsamlegum aðferðum við lausn mála: ráðsnilld, samræðum og samningum með vísan til alþjóðlegra mannréttindalaga og lífsbjörg almennings.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert