„Ætti alls ekki að geta gerst“

„Í raun og veru ætti þetta alls ekki að geta gerst,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður um brunann á Þjóðminjasafni Brasilíu. Tjónið segir hún ekki bara bundið við Brasilíu heldur séu slík verðmæti hluti af heildarmenningararfi alþjóðasamfélagsins. 

Eftir brunann hefur verið bent á að safnið hafi verið að glíma við niðurskurð á fjárframlögum en Margrét segir það eitt og sér ekki geta útskýrt tjónið sem varð á safninu. „Það vekur furðu mína að svona mikið tjón geti orðið í einu vetfangi,“ segir Margrét og á við hvernig staðið var að brunavörnum og viðbragðsáætlunum safnsins.  

Ljóst sé að bruninn eigi eftir að fá mikla umfjöllun á næstu misserum á meðal þeirra sem vinni að varðveislu menningarverðmæta. Í myndskeiðinu er rætt við Margréti um brunann.

mbl.is
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...