Blaðamenn Reuters í sjö ára fangelsi

Lögreglan fylgir blaðamanninum Wa Lone út úr dómshúsinu eftir að …
Lögreglan fylgir blaðamanninum Wa Lone út úr dómshúsinu eftir að dómurinn var kveðinn upp. AFP

Tveir blaðamenn Reuters, sem voru sakaðir um að hafa brotið lög er varða ríkisleyndarmál í Búrma (Mjanmar) með því að greina frá fjöldamorði á Rohingjum í landinu, hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi.

Wa Lone, 32 ára, og Kyaw Soe Oo, 28 ára, hafa verið í haldi í Insein-fangelsinu í borginni Yangon síðar þeir voru handteknir í desember.

Refsing fyrir brot þeirra varðar allt að 14 ára fangelsi.

„Þetta er sorgardagur fyrir Búrma … og frelsi fjölmiðla um heim allan,“ sagði Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, í yfirlýsingu.

Hann bætti við að dómurinn hefði verið felldur til að „þagga niður í umfjöllun þeirra og hræða fjölmiðla“.

Blaðamennirnir unnu að rannsókn á morðum á tíu Rohingjum í Rakhine-héraði í september í fyrra.

Þeir segja brögð hafa verið í tafli við handtökuna. Þeim var boðið í mat með lög­reglu í Yangon, þar sem þeim voru afhent gögn og síðan hand­tekn­ir þegar þeir yf­ir­gáfu mat­ar­boðið. Var þeim gefið að sök að hafa í fór­um sín­um leyniskjöl um aðgerðir rík­is­ins á svæðinu.

Eiginkona blaðamannsins Kyaw Soe Oo (önnur frá hægri) fyrir utan …
Eiginkona blaðamannsins Kyaw Soe Oo (önnur frá hægri) fyrir utan dómshúsið í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert