Biðja um fjárhagsaðstoð vegna eldsvoða

Mynd sem var tekin úr dróna af því sem eftir …
Mynd sem var tekin úr dróna af því sem eftir er af safninu. AFP

Michel Temer, forseti Brasilíu, segir að stjórnvöld í landinu ætli að leita eftir fjárhagsaðstoð frá fyrirtækjum og bönkum til að aðstoða við uppbyggingu þjóðminjasafnsins í borginni Rio de Janeiro eftir að það eyðilagðist í eldi.

Rossieli Soares, menntamálaráðherra Brasilíu, sagði að einnig hefði verið óskað eftir aðstoð frá öðrum löndum, auk þess sem viðræður við UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, væru hafnar, að sögn BBC

Michel Temer, forseti Brasilíu.
Michel Temer, forseti Brasilíu. AFP

Ríkisstjórn Brasilíu hefur lagt til hliðar 3,6 milljónir dollara, rúmar 400 milljónir króna, til endurbóta.

Að sögn yfirmanna þjóðminjasafnsins eyðilögðust næstum 90% af þeim munum sem þar voru. Þeir segja að eldsvoðinn hafi orðið vegna þess að dregið hafði úr opinberum fjárveitingum til safnsins. 

AFP

Rannsókn er hafin á eldsvoðanum. Sergio Leitao, menningarmálaráðherra landsins, sagði við blaðið Estade de S.Paulo að líklegasta orsökin væri að kviknað hefði í út frá rafmagni eða að heimagerður pappírsloftbelgur hefði lent á þakinu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert