Klóra sér í hausnum yfir kengúru

Kengúrur eru ekki daglegir gestir í Austurríki.
Kengúrur eru ekki daglegir gestir í Austurríki. Mynd/Skjáskot af vef BBC

Lögreglan í smábænum Kirchschlag í norðurhluta Austurríkis klórar sér nú í hausnum yfir kengúru sem virðist hafast við í nágrenni bæjarins. Fjölmargar tilkynningar hafa borist um kengúruna ásamt myndum og myndskeiðum þannig lögreglan er nokkuð viss um að hér sé um kengúru að ræða en ekki annað dýr. Sem er ansi sérkennilegt því heimkynni kengúrunnar eru í Ástralíu, í um 14 þúsund kílómetra fjarlægð frá Austurríki. BBC greinir frá.

Búið er að hafa samband við alla dýragarða á stóru svæði í kring en enginn kannast við að sakna kengúru. Lögreglan vonast þó til að eigandinn gefi sig fram á endanum. Þangað til verður reynt að fanga kengúruna líkt og um strokuhund sé að ræða.

Ruth Kastner er ein þeirra sem hafa séð kengúruna hoppandi um á víðavangi, en hún og eiginmaður hennar trúðu ekki sínum eigin augum. „Við hugsuðum með okkur: „Er þetta alvörukengúra?“ en það fór ekki á milli mála þegar hún hoppaði inn í skóginn.“

Ekki hefur verið hægt að staðfesta um hvaða tegund er að ræða en Daniela Artmann, dýrahirðir í Schmiding-dýragarðinum, telur hana vera af tegundinni benett sem þolir ágætlega kaldara loftslag.

Þrátt fyrir að kengúrur séu sjaldséðir gestir í Austurríki og þetta tiltekna pokadýr hafi valdið miklum heilabrotum er þetta ekki í fyrsta skipti sem kengúra dúkkar þar upp. Árið 2015 bárust margar tilkynningar um kengúru en í ljós kom að um gæludýr var að ræða sem hafði náð að strjúka frá eiganda sínum í Þýskalandi.

Känguruh im #Mühlviertel. #bergdorf #australien

A post shared by @ fkaineder on Sep 1, 2018 at 11:10am PDT

mbl.is
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk,205/55 R16... Verð kr 12000.,,Sími 8986048....