Madsen vill styttri fangelsisdóm

Peter Madsen, til hægri á myndinni, ræðir við lögregluna þegar …
Peter Madsen, til hægri á myndinni, ræðir við lögregluna þegar málið var til rannsóknar. AFP

Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen, sem sakfelldur var í héraðsdómi fyrr á árinu fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sem hann hafði smíðað í ágúst 2017, vonast til þess að fangelsisdómur hans verði styttur í kjölfar þess að mál hans verður tekið fyrir í yfirrétti Kaupmannahafnar í dag. 

Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið en gert er ráð fyrir að farið verði yfir málið fyrir dómstólnum í dag, 12. september og 14. september. Haft er eftir Karen Hald, talsmanni dómstólsins, í frétt AFP að aðeins verði fjallað um refsinguna en ekki hvort Madsen sé sekur eða saklaus þar sem hann hafi aðeins áfrýjað refsingunni.

mbl.is