Mál gegn Spacey látið niður falla

Kevin Spacey var vikið úr þáttaröðinni House of Cards.
Kevin Spacey var vikið úr þáttaröðinni House of Cards. AFP

Kevin Spacey verður ekki lögsóttur fyrir kynferðisofbeldi sem hann er grunaður um að hafa beitt árið 1992. Héraðsdómur Los Angeles hefur tilkynnt að málið sé fyrnt, af því er fram kemur á fréttavef BBC

Lögreglan hafði staðfest í apríl að ásökunin í garð Spaceys um meint brot gegn karlmanni í vesturhluta Hollywood árið 1992 væri til rannsóknar. Annað mál um meint brot hans árið 2016 er enn til athugunar.

Spacey hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi síðan í nóvember síðastliðnum, en þá sakaði leikarinn Anthony Rapp hann um að hafa brotið á sér kynferðislega árið 1986.

Spacey kveðst ekki muna eftir atburðunum en baðst afsökunar opinberlega. Fjöldi ásakana í garð hans barst í kjölfarið en hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum tilvikum. Lögreglan í Lundúnum rannsakar nú sex afbrotamál gegn Spacey.

Ásakanirnar gegn Spacey urðu til þess að hann þurfti að hætta í Netflix-þáttaröðinni House of Cards auk þess sem honum var skipt út fyrir annan leikara í kvikmyndinni All the Money in the World.

Kvikmyndin Billionaire Boys Club, þar sem Spacey er í aðalhlutverki, var frumsýnd nýlega í Bandaríkjunum og sló met í lélegri aðsókn. Tekjur af frumsýningunni voru sögulega lágar, eða 126 dollarar (um 13 þúsund krónur).

mbl.is
EZ Detect skimpróf fyrir ristilkrabbameini
Eftir hægðir er Ez Detect prófblað sett í salernið. Ef ósýnilegt blóð er ti...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Volvo V40 til sölu
2012 Ekinn 85000 km Vél 150 HP Diesel (Stærri vélin) Sjálfsskiptur Nánari lý...