Kim hefur ekki misst trúna á Trump

Kim Jong-un og Donald Trump takast í hendur á leiðtogafundi ...
Kim Jong-un og Donald Trump takast í hendur á leiðtogafundi sínum í Singapúr. Hann segist enn hafa trú á Trump. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir trú sína á Donald Trumpp Bandaríkjaforseta vera „óbreytta“ og er enn áfram um að ná fram afvopnavæðingu kjarnavopna á Kóreuskaga á fyrsta kjörtímabili forsetans.

Þetta hefur BBC eftir suðurkóreskum embættismönnum. Kim á að hafa látið þessi orð falla við sendifulltrúa Suður-Kóreu, sem voru staddir í Norður-Kóreu til að skipuleggja fund Kims og Moons Jae-ins forseta Suður-Kóreu síðar í mánuðinum.

Samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa stirðnað nokkuð á ný eftir sögulegan leiðtogafund þeirra Trumps og Kims í Singapúr í júní. Vara þannig margir sérfræðingar við að Norður-Kórea hafi ekki gert mikið til að hefja afvopnun kjarnavopna líkt og Kim hafi lofað, en engin tímalína fyrir afvopnun var lögð fram á fundi þeirra Trumps og Kims.

Verði af heimsókn Moons til Norður-Kóreu er það í fyrsta skipti frá skiptingu Kóreuskagans sem leiðtogi Suður-Kóreu heimsækir höfuðborg Norður-Kóreu. Á fundinum, sem stendur yfir dagana 18.-20. september, mun Moon ræða hagkvæmar leiðir til að losa Kóreuskagann við kjarnavopn.

Á fundi með suðurkóresku sendifulltrúunum sagði Kim það staðfastan vilja sinn að vinna með Suður-Kóreu að því að ná fram varanlegum frið.

„Kim leiðtogi ... lýsti yfir vonbrigðum með þær efasemdir sem sumir í alþjóðasamfélaginu hafa látið í ljós varðandi fyrirætlanir hans,“ sagði Chung Eui-yong þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Suður-Kór­eu.

Norður-Kórea vinni að forgangsaðgerðum varðandi afvopnavæðingu kjarnavopna og Kim hafi sagt að hann myndi meta það ef þeim velviljuðu aðgerðum væri mætt með góðri trú.

mbl.is
Fjarnámskeið í ljósmyndun - fyrir alla
Lærðu á myndavélina þina, lærðu að taka enn beti myndir. Nú getur þú lært ljósmy...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...