Pence ekki óþekkti embættismaðurinn

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna segist ekki vera óþekkti embættismaðurinn.
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna segist ekki vera óþekkti embættismaðurinn. AFP

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafnar alfarið vangaveltum um að hann sé höf­und­ur grein­ar sem birt­ist í banda­ríska dag­blaðinu New York Times þar sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er harðlega gagn­rýnd­ur og því haldið fram að emb­ætt­is­menn rík­is­stjórn­ar hans vinni að því að grafa und­an hon­um vegna ótta við það hversu „óút­reikn­an­leg­ur“ og „siðlaus“ hann sé.

Miklar vangaveltur eru nú uppi um hver óþekkti embættismaðurinn sé og hefur Pence hafnað því að það sé hann, að því er BBC greinir frá.

Trump hefur lýst greinarhöfundinum sem „huglausum“ og New York Times sem „fölsku“.

„Varaforsetinn skrifar sínar greinar undir nafni,“ sagði Jarrod Agen, samskiptastjóri Pence, á Twitter. New York Times ætti að „skammast sín og sömuleiðis einstaklingurinn sem skrifaði ranga, órökrétta og huglausa grein“. Hvíta húsið sé yfir það hafið að grípa til slíkra viðvaningsgjörða.

Vangaveltur um að Pence sé höfundur greinarinnar byggjast einkum á notkun orðsins leiðarstjarna en varaforsetinn notar það orð gjarnan. Í greininni er vísað til öldungadeildarþingmannsins heitins Johns McCains sem leiðarstjörnu við að endurreisa virðingu hins opinbera og samtal við þjóðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert