Styðja Breta í ásökunum gegn Rússum

Þeir grunuðu á lestarstöðinni í Salisbury.
Þeir grunuðu á lestarstöðinni í Salisbury. AFP

Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og Kanada hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að þau styðji bresk yfirvöld í ásökunum þeirra um að stjórnvöld í Rússlandi hafi samþykkt taugagasárásina á rússneska njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu. Jafnframt hafa þau hvatt Rússa til að ljóstra upp um Novichok-áætlun sína.

Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Novichok-árásin var til umræðu, en Rússar lýsa enn yfir sakleysi sínu í málinu þrátt fyrir að tveir rússneskir menn, sem taldir eru starfa fyrir leyniþjónustu rússneska hersins, hafi stöðu grunaðra í málinu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu lentu menn­irn­ir tveir, Al­ex­and­er Petrov og Rusl­an Boshirov, á Gatwick-flug­velli 2. mars og gistu í aust­ur­hluta London áður en þeir tóku lest til Sal­isbury 4. mars, þar sem úti­h­urð Skripal var menguð með Novichok-tauga­eitri.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í gær og sagði það liggja ljóst fyrir að stjórn­völd í Moskvu hefðu veitt leyfi fyr­ir árás­inni.

mbl.is
Volkswagen, VW Transporter 2016
Bíllinn kom á götuna 25.11.2016 og er ekinn 18.750 km Mikið af aukahlutum. Ve...
Mjög góð Toy Avensis Station
Til sölu mjög góð Toyota Avensis Station 2003 árgerð, ekin 180þ km. Bensín bíll ...
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000 Tilboð:179.000 út sept
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út sept Olíu og V...