Styðja Breta í ásökunum gegn Rússum

Þeir grunuðu á lestarstöðinni í Salisbury.
Þeir grunuðu á lestarstöðinni í Salisbury. AFP

Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og Kanada hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að þau styðji bresk yfirvöld í ásökunum þeirra um að stjórnvöld í Rússlandi hafi samþykkt taugagasárásina á rússneska njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu. Jafnframt hafa þau hvatt Rússa til að ljóstra upp um Novichok-áætlun sína.

Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Novichok-árásin var til umræðu, en Rússar lýsa enn yfir sakleysi sínu í málinu þrátt fyrir að tveir rússneskir menn, sem taldir eru starfa fyrir leyniþjónustu rússneska hersins, hafi stöðu grunaðra í málinu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu lentu menn­irn­ir tveir, Al­ex­and­er Petrov og Rusl­an Boshirov, á Gatwick-flug­velli 2. mars og gistu í aust­ur­hluta London áður en þeir tóku lest til Sal­isbury 4. mars, þar sem úti­h­urð Skripal var menguð með Novichok-tauga­eitri.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í gær og sagði það liggja ljóst fyrir að stjórn­völd í Moskvu hefðu veitt leyfi fyr­ir árás­inni.

mbl.is
Honda CRV Executive árg. 2015 - einn eig
Til sölu flott eintak af Hondu CRV Executive disel árgerð 2015. Bíllinn er sjálf...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...