Fyrrverandi ráðgjafi Trumps í fangelsi

George Papadopoulos yfirgefur dómshúsið eftir að dómurinn var kveðinn upp.
George Papadopoulos yfirgefur dómshúsið eftir að dómurinn var kveðinn upp. AFP

Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur verið dæmdur í 14 daga fangelsi fyrir að ljúga að fulltrúum bandarísku lögreglunnar, FBI, vegna tengsla við Rússa sem urðu til þess að opinber rannsókn hófst á meintu samráði við rússnesk stjórnvöld.

George Papadopoulos, ráðgjafi í utanríkismálum, „laug í rannsókn sem var mikilvæg þjóðaröryggi“, sagði dómarinn Randolph Moss.

Papadopoulos var einnig dæmdur til að greiða 9.500 dollara sekt og til þess að inna af hendi samfélagsþjónustu.

Hann viðurkenndi að hafa logið um tengsl sín við Rúss­land á meðan hann vann við forsetafram­boð Trumps. Síðar tók hann við starfi sem ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert