Lést við að taka sjálfu

El Capitan í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Mynd úr safni.
El Capitan í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Mynd úr safni. AFP

Ísraelskur unglingur lét lífið er hann hrapaði til bana í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu þar sem hann var að reyna að taka sjálfu.

BBC segir Tomer Frankfurter, sem var 18 ára, hafa verið í tveggja mánaða ferðalagi um Bandaríkin er atvikið átti sér stað. Hafa ísraelskir fjölmiðlar eftir móður hans að Frankfurter hafi hrapað eina 250 metra er hann var að reyna að taka sjálfuna.

Búið er að flytja lík Frankfurters aftur til Ísraels þar sem hann verður jarðaður.



Tveir klettaklifrarar létust í Yosemite-þjóðgarðinum í júní á þessu ári er þeir reyndu að klífa tindinn El Capitan og annar klifrari lést í maí við að reyna að komast á Half Dome-tindinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert