Rússar hafna beiðni um vopnahlé

Vladimir Pútín og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, takast í ...
Vladimir Pútín og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, takast í hendur í Tehran. AFP

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hafnað beiðni Tyrkja um að lýst verði yfir vopnahléi til að koma í veg fyrir „blóðbað“ í norðurhluta Sýrlands.

Á fundi Írana, Rússa og Tyrkja í Teheran, höfuðborg Írans, sagði Pútín að Rússar myndu halda áfram að berjast gegn „hryðjuverkamönnum“ í Idlib-héraði.

„Við viljum ekki að blóðbað verði í Idlib,“ sagði Erdogan, forseti Tyrklands, á fundinum.

„Árás á Idlib myndi hafa í för með sér miklar hamfarir. Til að berjast gegn hryðjuverkamönnum þarf bæði tíma og þolinmæði.“

Idlib er síðasta stóra vígi sýrlenskra stjórnarandstæðinga en þar búa tæpar þrjár milljónir manna.

Búist er við að sýrlenskar hersveitir, studdar af Rússum og Írönum, geri stóra árás á svæðið á næstunni, að sögn BBC.

Margir litu á fundinn í Teheran sem síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir mikil átök í Idlib.

Pútín ásamt Ayatollah Ali Khamenei, æstaklerks Írans.
Pútín ásamt Ayatollah Ali Khamenei, æstaklerks Írans. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...