Trump segir bók Woodwards „blekkingu“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilvitnanir í bók Woodward vera tilbúning, …
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilvitnanir í bók Woodward vera tilbúning, enda tali hann ekki svoleiðis. Gerði hann það, hefði hann ekki verið kosinn forseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag þá mynd sem dregin er upp af starfsemi Hvíta hússins í óútkominni bók rannsóknarblaðamannsins Bobs Woodwards „Fear“. Sagði Trump bókina vera „blekkingu“ og að í henni væru tilvitnanir sem væru tilbúningur.

„Woodward-bókin er blekking. Ég tala ekki eins og vitnað er í mig. Ef ég gerði það hefði ég ekki verið kosinn forseti. Þessar tilvitnanir eru tilbúningur. Höfundurinn notar öll trixin í bókinni til að lítillækka og niðurlægja,“ sagði Trump á Twitter.

Í bók­inni er talað um að starfs­fólk Hvíta húss­ins sé á barmi tauga­áfalls og segir Woodw­ard bók­ina byggða á yfir hundrað klukku­tím­um af sam­töl­um við beina þátt­tak­end­ur í at­b­urðarás­inni. Eru hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn sagðir leggja á ráðin sín á milli til að koma í veg fyr­ir að for­set­inn geri ein­hverja vit­leysu. Þeir fjar­lægi jafn­vel skjöl til að hindra að Trump fái ákveðnar upp­lýs­ing­ar eða geti sent þær frá sér.

Þær fullyrðingar sem koma fram í bók Woodwards fá stuðning í grein sem óþekktur embættismaður í Hvíta húsinu ritaði í New York Times í gær. Þar sagði að háttsettir embættismenn innan ríkisstjórnar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta væru svo uggandi yfir „óútreiknanlegri“ og „siðlausri“ hegðun forsetans að þeir ynnu stöðugt að því að grafa undan honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert