Hörðustu loftárásir í margar vikur

AFP

Stjórnarherinn í Sýrlandi og rússneskar hersveitir hafa varpað sprengjum á uppreisnarmenn í Idlib-héraði í Sýrlandi í „ofsafengnustu og umfangsmestu loftárásum“ í margar vikur, samkvæmt mannréttindasamtökum sem fylgjast með ástandinu í Sýrlandi.

Fréttastofa BBC greinir frá.

Rússar hófu að varpa sprengjum á Idlib-héraðið síðasta þriðjudag eftir þriggja vikna hlé. Héraðið er síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi.

Mannréttindasamtökin SOHR (Syrian Observatory for Human Rights) segja að sýrlenski stjórnarherinn hafi varpað 19 stórum sprengjum á skotmörk í Idlib og að rússneski herinn hafi staðið fyrir 68 loftárásum.

Á fundi með leiðtogum Írans og Tyrklands hafnaði Rússlandsforseti, Vladimír Pútín, beiðni Tyrkja um að lýst yrði yfir vopnahléi til að koma í veg fyrir „blóðbað“ í Sýrlandi.

AFP

Óttast efnavopnaárás

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gær til að ræða ástandið og möguleikann á því að sýrlenski stjórnarherinn, með aðstoð rússneskra hersveita, beiti efnavopnum gegn uppreisnarmönnum og almennum borgurum á svæðinu.

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur varað stjórnvöld í Sýrlandi við því að gera efnavopnaárás á héraðið. Hann sagði að slík árás gæti hrundið af stað hörmungum sem ekki hefðu sést áður á þeim sjö árum sem stríðið í Sýrlandi hefur varað.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svefnsófi frá Línunni
Góður og vel með farinn amerískur svefnsófi frá Línunni til sölu. Rúmið sjálft e...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...