Hörðustu loftárásir í margar vikur

AFP

Stjórnarherinn í Sýrlandi og rússneskar hersveitir hafa varpað sprengjum á uppreisnarmenn í Idlib-héraði í Sýrlandi í „ofsafengnustu og umfangsmestu loftárásum“ í margar vikur, samkvæmt mannréttindasamtökum sem fylgjast með ástandinu í Sýrlandi.

Fréttastofa BBC greinir frá.

Rússar hófu að varpa sprengjum á Idlib-héraðið síðasta þriðjudag eftir þriggja vikna hlé. Héraðið er síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi.

Mannréttindasamtökin SOHR (Syrian Observatory for Human Rights) segja að sýrlenski stjórnarherinn hafi varpað 19 stórum sprengjum á skotmörk í Idlib og að rússneski herinn hafi staðið fyrir 68 loftárásum.

Á fundi með leiðtogum Írans og Tyrklands hafnaði Rússlandsforseti, Vladimír Pútín, beiðni Tyrkja um að lýst yrði yfir vopnahléi til að koma í veg fyrir „blóðbað“ í Sýrlandi.

AFP

Óttast efnavopnaárás

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gær til að ræða ástandið og möguleikann á því að sýrlenski stjórnarherinn, með aðstoð rússneskra hersveita, beiti efnavopnum gegn uppreisnarmönnum og almennum borgurum á svæðinu.

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur varað stjórnvöld í Sýrlandi við því að gera efnavopnaárás á héraðið. Hann sagði að slík árás gæti hrundið af stað hörmungum sem ekki hefðu sést áður á þeim sjö árum sem stríðið í Sýrlandi hefur varað.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...