Unglingur ákærður sem fullorðinn

AFP

Fjórtán ára gamall unglingspiltur, sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt konu á níræðisaldri í borginni Baltimore í Bandaríkjunum, verður ákærður sem fullorðinn einstaklingur. Þetta hafa yfirvöld í borginni tilkynnt samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að Tyron Harvin sé sakaður um að hafa ráðist á hina 83 ára gömlu Dorothy Mae Neal á heimili hennar og skilið hana eftir nær dauða en lífi. Neal fannst 29. ágúst og lést daginn eftir á sjúkrahúsi. Var hún barin til dauðs.

Harvin er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði, nauðgun og líkamsárás. Talsmaður lögreglunnar í Baltimore, T.J. Smith, segir að samkvæmt lögum Marylandríkis beri að ákæra Harvin sem fullorðinn einstakling. Hins vegar kunni það að breytast við meðferð málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert