Engin kjarnorkuvopn á hersýningu

Norðurkóreskri herinn marserar á Kim Il Sung-torginu í Pyongyang.
Norðurkóreskri herinn marserar á Kim Il Sung-torginu í Pyongyang. AFP

Þúsundir norðurkóreskra hermanna tóku þátt í hersýningu í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í tilefni af sjötíu ára afmæli landsins. Langdrægar kjarnorkueldflaugar voru ekki hluti af sýningunni í þetta sinn.

Þess í stað sýndi leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fram á vináttu sína við Kínverja og lyfti hendi erindreka Kína er þeir heilsuðu áhorfendum eftir sýninguna.

Kim Jong-un ásamt kínverska erindrekanum Zhanshu.
Kim Jong-un ásamt kínverska erindrekanum Zhanshu. AFP

Norður-Kórea var stofnuð árið 1948, þremur árum eftir að stjórnvöld í Moskvu og Washington skiptu Kóreuskaganum á milli sín undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar.

Afmæli þjóðarinnar hefur ávallt verið fagnað með miklum látum og það notað sem tækifæri til að sýna framþróun í gerð eldflauga sem gætu flutt kjarnaodda til Bandaríkjanna.

AFP

Svo virðist sem ekki hafi þótt við hæfi að halda eins stóra hersýningu og áður í ljósi samkomulags Kims Jong-uns og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta fyrr á árinu. Þar að auki er fyrirhugaður þriðji fundur norðurkóreska leiðtogans með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Pyongyang síðar í þessum mánuði.

AFP
Franski leikarinn Gerard Depardieu á hersýningunni.
Franski leikarinn Gerard Depardieu á hersýningunni. AFP
AFP
mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...