Neðanjarðarlestarstöð opnuð á ný eftir 11. september 2001

Ný og endurbætt lestarstöð fékk nafnið WTC Cortlandt.
Ný og endurbætt lestarstöð fékk nafnið WTC Cortlandt. Ljósmynd/Wikipedia.org

Neðanjarðarlestarstöðin Cortlandt Street í New York í Bandaríkjunum var opnuð á ný í gær í fyrsta skipti síðan hún eyðilagðist í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Frétt BBC.

Lestarstöðin, sem hefur verið endurskírð WTC Cortlandt Station, grófst undir braki þegar Tvíburaturnarnir í New York hrundu eftir að flogið var á þá. Það kostaði um 182 milljónir dollara að endurbyggja lestarstöðina enda var eyðileggingin mikil.

Byggja þurfti nýtt þak og skipta um 365 metra af lestarteinum. Veggir lestarstöðvarinnar eru skreyttir hvítu marmaramósaíklistaverki sem myndar texta úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948.

„WTC Cortlandt er meira en einungis ný lestarstöð. Hún er tákn um seiglu New York-búa,“ sagði Joe Lhota, formaður samgönguyfirvalda í New York.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert