„Sprengjuvesti“ vafið um stjórnarskrána

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, gagnrýndi forsætisráðherrann Theresu May í pistli sínum í morgun og sagði hana hafa „vafið sprengjuvesti“ um bresku stjórnarskrána, sem stjórnvöld ESB í Brussel gætu sprengt upp þegar þeim sýndist.

Johnson skrifaði þetta í blaðið Mail on Sunday og sagði að Chequers-samningurinn hefði gert Bretland berskjaldað fyrir „varanlegri pólitískri kúgun“, að sögn BBC

Johnson sagði af sér embætti í júlí vegna samningsins. 

Pistillinn eru fyrstu opinberu ummæli hans eftir að hann og eiginkonan hans Marina Wheeler greindu frá skilnaði sínum.

Það gerðu þau eftir blaðaskrif um að Johnson hefði haldið framhjá Wheeler. 

Alan Duncan.
Alan Duncan. AFP

Gagnrýnir ummælin harðlega

Alan Duncan, ráðherra Evrópumála í breska utanríkisráðuneytinu, gagnrýndi ummæli Johnsons harðlega og sagði það vera „ógeðslegt“ að bera viðhorf May saman við viðhorf sjálfsvígsárásarmanns.

„Þetta eru pólitísk endalok Boris Johnsons. Ef það verður ekki núna mun ég sjá til þess að það verði síðar,“ tísti hann á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert