Yfir 800 handteknir í Rússlandi

Mótmælandi sést hér klemmdur á milli lögreglumanna í Pétursborg í …
Mótmælandi sést hér klemmdur á milli lögreglumanna í Pétursborg í dag. AFP

Rússneska lögreglan hefur leyst upp mótmæli sem hafa farið fram víða um land í dag, en margir hafa komið saman til að mótmæla fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda til að hækka lífeyrisaldur í Rússlandi.

Yfir 800 mótmælendur voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í dag. Fram kemur á vef BBC að mannréttindasamtökin OVD-info, sem fylgdust með aðgerðunum í dag, hafi séð lögreglumenn beita kylfum og slá mótmælendur. 

Frá mótmælum sem fóru fram í Moskvu í dag.
Frá mótmælum sem fóru fram í Moskvu í dag. AFP

Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny, sem situr nú í fangelsi, hvatti til mótmælanna. 

Mótmælin fóru fram á sama tíma og kosið var um 26 leiðtoga í 85 héruðum Rússlands, m.a. í höfuðborginni Moskvu. Næstflestir voru handteknir í Jekaterínburg en í höfuðborginni voru 36 teknir höndum. 

Rússneskir lögreglumenn sjást hér við mótmæli sem fóru fram í …
Rússneskir lögreglumenn sjást hér við mótmæli sem fóru fram í Pétursborg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert