Segir fyrstu skref um útgöngu að skýrast

Michel Barnier, aðal­samn­ingamaður Evrópusambandsins í viðræðum um útgöngu Breta úr ...
Michel Barnier, aðal­samn­ingamaður Evrópusambandsins í viðræðum um útgöngu Breta úr sam­band­inu. AFP

Michel Barnier, aðal­samn­ingamaður ESB í viðræðum um út­göngu Breta úr sam­band­inu, segir að samkomulag um fyrstu skref útgöngu Breta úr sambandinu muni liggja fyrir í byrjun nóvember.

Barnier greindi frá þessu á efnahagsráðstefnu sem fram fór í Bled í Slóveníu í dag. Tíðindin féllu í kramið í fjármálageiranum en gengi pundsins styrktist um eitt prósent gagnvart Bandaríkjadollar eftir yfirlýsingu Barniers.

„Ef við erum raunsæ ættum við að komast að samkomulagi um fyrstu skref útgöngunnar, hinn eiginlega Brexit-samning, innan sex til átta vikna,“ sagði Barnier. Í síðustu viku sagði hann að hann myndi bjóða Bret­um ein­stak­an viðskipta­samn­ing sem fæli í sér nán­ara sam­starf við ESB en áður hefði verið í boði fyr­ir ríki utan sam­bands­ins.

Markmið Breta er að ganga út Evrópusambandinu 29. mars 2019. Samningsaðilar vilja ganga frá samningsdrögum sem fyrst svo breska þingið hafi nægan tíma til að ræða niðurstöðuna þar sem álitamálin verða án efa af margvíslegum toga.

mbl.is
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Mjög góð Toy Avensis Station
Til sölu mjög góð Toyota Avensis Station 2003 árgerð, ekin 180þ km. Bensín bíll ...