Rauðgrænir einum fleiri

Frá kosningavöku Sósíaldemókrata í Stokkhólmi.
Frá kosningavöku Sósíaldemókrata í Stokkhólmi. AFP

Talningu atkvæða í sænsku kosningunum er við það að ljúka. Þegar 99,95% atkvæða hafa verið talin hefur rauðgræna blokkin, sem samanstendur af Sósíaldemókrötum, Græningjum og Vinstriflokknum, 144 þingsæti, einu fleira en bandalag hægriflokka, sem Moderaterna, Kristilegir demókratar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn mynda.

Rauðgræna bandalagið tapar fimmtán þingsætum frá því fyrir fjórum árum, þegar það fékk 159 sæti. Hægribandalagið bætir hins vegar við sig tveimur sæti frá síðustu kosningum en það má þakka Miðflokknum og Kristilegum demókrötum sem bæta við sig níu og sjö mönnum. Frjálslyndi flokkurinn stendur í stað frá síðustu kosningum en Moderaterna tapa 14.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Sósíaldemókrata.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Sósíaldemókrata. AFP

Svíþjóðardemókrötum, sem tilheyra hvorugu bandalaginu, fjölgar síðan úr 49 í 62. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, segist reiðubúinn að ræða við alla flokka um samstarf en hefur þó sérstaklega boðið Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, til viðræðna. Leiðtogar allra flokka á þingi hafa þó hingað til útilokað samstarf við Svíþjóðardemókrata. 

Leiðtogar flokkanna fjögurra sem mynda miðhægribandalagið.
Leiðtogar flokkanna fjögurra sem mynda miðhægribandalagið. AFP

Þótt Sósíaldemókratar séu sem fyrr stærstir á sænska þinginu eftir kosningarnar, með 28,4%, atkvæða, tapar flokkurinn 2,8 prósentustigum og fær nú sitt minnsta fylgi frá árinu 1911. Stefan Löfven, formaður flokksins og forsætisráðherra, hefur sagt að niðurstöður kosninganna eigi að fela í sér endalok blokkapólitíkurinnar, þar sem sænskir flokkar starfa einungis innan hægri- eða vinstriblokkarinnar. Hvorug blokkin hefði fengið skýrt umboð til stjórnarmyndunar og mikilvægt væri því að þeir flokkar sem vildu „bæta Svíþjóð“ tækju höndum saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
RENAULT TRAFIC III stuttur
RENAULT TRAFIC III stuttur Bíll sem er eins og nýr! Beinskiptur, Dísel, 2015 árg...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...