Trump og Kim undirbúa annan fund

Trump og Kim hittust á sögulegum fundi í Singapore í …
Trump og Kim hittust á sögulegum fundi í Singapore í júní. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur borist bréf frá leiðtoga Norður-Kóreu þar sem Kim Jong-un leitar eftir því að sitja annan fund með forsetanum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Í tilkynningunni segir jafnframt að bréfið hafi verið mjög jákvætt og að undirbúningur fyrir annan fund leiðtoganna tveggja sé þegar hafinn.

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, sagði að af bréfinu mætti einnig skilja að stjórnvöld í Pyongyang væru enn staðföst í að standa við loforð sitt um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga.

„Helsti tilgangur bréfsins var að bóka annan fund með forsetanum, sem við erum opin fyrir og höfum þegar hafið samráð,“ sagði Sanders.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert