Tillaga um verndarsvæði felld

Brasilíumenn lögðu tillöguna fyrst fram árið 2001.
Brasilíumenn lögðu tillöguna fyrst fram árið 2001. mbl.is/Marianne Helene Rasmussen

Tillaga um verndunarsvæði fyrir hvali á Suður-Atlantshafi var felld á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Brasilíu í dag. Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni.

39 þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni en 25 voru á móti. Alls eru 89 þjóðir í ráðinu og þarf stuðning tveggja þriðju hluta þjóða í ráðinu til að tillaga verði samþykkt.

Auk Íslendinga greiddu meðal annars Japan, Rússland og Noregur atkvæði gegn tillögunni. 

Edson Duarte, umhverfisráðherra Brasilíu, sagðist vera vonsvikinn yfir að tillagan hefði verið felld. Brasilíumenn hafa lagt hana fram árlega frá árinu 2001 og sagði Duarte að baráttunni væri hvergi nærri lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert