Afhjúpa kynferðisbrot þýskra presta

Í skýrslunni kemur fram að alls frömdu 1.670 prestar í ...
Í skýrslunni kemur fram að alls frömdu 1.670 prestar í Þýskalandi kynferðisleg brot með einhverjum hætti gegn 3.677 börnum á árunum 1946 til 2014. AFP

Yfir 3.600 voru beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi á árunum 1946 til 2014. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem hefur verið lekið til fjölmiðla.

Skýrslan var unnin samkvæmt beiðni þýsku kirkjunnar og var hún unnin upp úr 38 þúsund skjölum undir umsjón þriggja háskóla. Áætlað var að skýrslan kæmi út 25. september.

Í skýrslunni kemur fram að alls frömdu 1.670 prestar í Þýskalandi kynferðisleg brot með einhverjum hætti gegn 3.677 börnum á tímabilinu. Þýski fjölmiðillinn Spiegel greinir frá efni skýrslunnar á vef sínum í dag.

Talsmaður kirkjunnar segir að starfsfólki innan kirkjunnar sé verulega brugðið og að niðurstöður skýrslunnar séu til skammar.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að aðeins hluti þeirra, eða 28 prósent, sem brutu kynferðislega gegn börnum hafi þurft að svara fyrir þau með einhverjum hætti. Langflestir þurftu aðeins að taka út minniháttar refsingar. Meirihluti þeirra sem brotið var gegn eru drengir og yfir helmingur barnanna var 13 ára eða yngri þegar brotin áttu sér stað. Skýrsluhöfundar telja að eitt af hverjum sex brotum sem framin voru hafi falið í sér nauðgun.

Skýrslan er sú nýjasta í hópi samsvarandi skýrslna sem varpa ljósi á fjölmörg brot kaþólskra presta gagnvart börnum víða um heim. Frans páfi fordæmdi nýlega alla presta sem hafa framið brot af þessu tagi.

Frétt BBC

mbl.is
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....