Bíl ekið á hóp fólks í Kína

Níu létust og 46 særðust þegar ökumaðurinn keyrði á hóp …
Níu létust og 46 særðust þegar ökumaðurinn keyrði á hóp fólks. Kort/Google

Níu létust og 46 særðust þegar ökumaður keyrði á hóp fólks á almenningstorgi í Kína.

Atvikið varð borginni Hengdong í Hunan-héraði klukkan 19.35 að staðartíma, eða klukkan 11.35 að íslenskum tíma.

Lögreglan handsamaði manninn, sem er á fimmtugsaldri, að sögn blaðsins The Paper. Þar kom fram að talið væri að maðurinn hefði áður verið handtekinn vegna fíkniefnamisferlis.

Rannsókn stendur yfir á því sem gerðist en lögreglan vildi ekkert tjá sig frekar um málið.

Myndbönd af atvikinu birtust á samfélagsmiðlum en voru fljótlega fjarlægð.

Tveir ferðamenn létust á Tiananmen-torgi í Peking eftir að bíl var ekið á hóp fólks. Þrír árásarmenn létust einnig. Stjórnvöld í Peking sökuðu aðskilnaðarsinna í héraðinu Xinjiang um verknaðinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert