Þjófarnir notuðu gullnestisboxið undir mat

Þjófarnir fundu ekki kaupendur að boxinu og notuðu það því ...
Þjófarnir fundu ekki kaupendur að boxinu og notuðu það því undir mat.

Þjófar sem rændu demantsskreyttu nestisboxi úr gulli sem sem var í eigu fyrrverandi konungsfjölskyldu á Indlandi nýttu það í sínum upprunalega tilgangi og geymdu í því mat, þar sem þeir fundu ekki að því kaupendur.

Nestisboxinu var stolið í síðustu viku ásamt rúbínskreyttum tebolla úr skíragulli, undirskál og teskeið að andvirði 760 milljóna króna. Mun­irn­ir, sem höfðu verið í eigu Mirs Os­m­ans Alis Khans, síðasta kon­ungs Hydera­bad og eitt sinn rík­asta manns í heimi, eru nú komnir í leitirnar. Tveir menn voru handteknir í borginni Hyderabad vegna málsins.

Lögregla taldi að þjófarnir hefðu flúið með munina til Mumbai til að koma hlutunum í verð og það reyndist raunin. Þar sem þeir fundu ekki kaupendur héldu þeir hins vegar aftur til Hyderabad þar sem lögregla hafði uppi á þeim eftir mikla leit.

Þjófarnir tóku munina úr sýningarhvelfingu í Nizam-höll, en sverði úr eigu sömu konungsfjölskyldu var stolið af öðru safni í borginni fyrir 10 árum. Þjófarnir áttu við eftirlitsmyndavélar svo þjófnaðurinn næðist ekki á mynd en þeir skrúfuðu svo glerdyr af sýningarskápnum til að forðast skemmdir á munum.

Mununum verður nú komið aftur fyrir á Nizam-safni sem var opnað al­menn­ingi árið 2000.  Stærst­ur hluti sýn­ing­ar­inn­ar er dýr­ar gjaf­ir sem Mir Osm­an Ali Khan voru gefn­ar árið 1937. Khan réð þá yfir stærsta kon­ung­dæmi Ind­lands. Hann lést árið 1967, en sög­ur voru sagðar af auði hans. Átti Khan m.a. Jacob-dem­ant­inn sem var á stærð við egg, sem og marga aðra ein­staka skart­gripi.

mbl.is
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...