Rannsaka morðmál eftir hlaðvarpsumfjölllun

Lynette Dawson hvarf sporlaust árið 1982.
Lynette Dawson hvarf sporlaust árið 1982.

Ástralska lögreglan grefur nú á heimili konu sem hvarf í Sydney á níunda áratugnum eftir að mál hennar vakti athygli á heimsvísu vegna hlaðvarpsumfjöllunar, sem m.a. lýsti því hvernig lögregla hefði klúðrað rannsókninni.

Það var árið 1982 sem tveggja barna móðirin Lynette Dawson hvarf sporlaust. Eiginmaður hennar, Chris Dawson, sagði konu sína hafa yfirgefið fjölskylduna og að hún hefði mögulega gengið til liðs við sértrúarsöfnuð.

Hann harðneitaði að hafa orðið konu sinni að bana og niðurstaða rannsókna tveggja dánardómstjóra var að Lynette Dawson hefði verið myrt af einhverjum sem hún þekkti.

Það var svo nýlega sem vinsælt hlaðvarp, Teacher‘s Pet sem ástralski fjölmiðillinn Australian gefur út, vakti athygli á málinu og hafa um 12 milljónir manna víða um heim hlaðið niður umfjölluninni frá því í maí.

Í dag tilkynnti lögregla svo að hafin væri fimm daga rannsókn tæknideildar lögreglu á heimilinu sem hjónin deildu í Bayview-úthverfinu í Sydney.

„Þetta snýst allt um að ná fram réttlæti fyrir Lyn,“ hefur BBC eftir Scott Cook, yfirmanni í lögreglunni í  New South Wales. Scott bætti síðan við að lögregla mundi láta reyna á að kæra eiginmanninn, hver sem niðurstaða tæknideildar yrði.

Sérsveit var sett á fót árið 2015 til að taka málið upp að nýju og í apríl á þessu ári sendi hún  skýrslu með nýjum sönnunum í málinu til saksóknara sem íhugar hvort grundvöllur sé fyrir ákæru. Fram til þessa hafa saksóknarar sagt skort á sönnunum koma í veg fyrir ákæru.

Rannsókn sem var gerð árið 2003 sýndi fram á að Chris Dawson, sem var rúgbí leikmaður á árum áður og sem starfaði sem framhaldsskólakennari, hefði átt í kynferðislegu sambandi við nemendur sem voru á unglingsaldri. Raunar flutti 16 ára stúlka inn til Dawson einungis nokkrum dögum eftir að kona hans hvarf. Þau giftu sig síðar, en eru nú skilin.

Lögregla segir fyrri rannsóknir hafa bent til „fráviks“ í jarðvegi á lóðinni. Að þessu sinni verður grafið á fjórum stöðum.

„Það sem er öðru vísi núna, er að uppgröfturinn verður víðtækari,“ sagði Cook. „Við höldum áfram þar til við erum komin niður á klett.“

mbl.is
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...