Hætti eftir að hafa gagnrýnt Trump

William McRaven flotaforingi.
William McRaven flotaforingi. AFP

Bandaríski flotaforinginn William McRaven, sem sagði Donald Trump Bandaríkjaforseta skömm fyrir Bandaríkin í opnu bréfi til forsetans sem birtist í dagblaðinu Washington Post í síðasta mánuði, sagði í kjölfarið af sér sem fulltrúi í háttsettri nefnd sem starfar á vegum bandaríska varnamálaráðuneytisins.

Fram kemur í frétt AFP að afsögnin hafi tekið gildi 20. ágúst en bréfið birtist 16. ágúst í dagblaðinu. Með bréfinu gagnrýndi McRaven Trump fyrir að refsa öðrum gagnrýnanda sínum, John Brennan, fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, með því að svipta hann aðgangi að trúnaðargögnum.

Sagði McRaven í bréfinu að Trump hefði með gerðum sínum valdið Bandaríkjunum skömm og niðurlægt landið á alþjóðavettvangi. Það versta væri þó að forsetinn hefði sundrað Bandaríkjamönnum sem þjóð. Varaði hann Trump við því að honum myndi ekki takast það ætlunarverk sitt að kæfa gagnrýnisraddir.

mbl.is
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...