Hætti eftir að hafa gagnrýnt Trump

William McRaven flotaforingi.
William McRaven flotaforingi. AFP

Bandaríski flotaforinginn William McRaven, sem sagði Donald Trump Bandaríkjaforseta skömm fyrir Bandaríkin í opnu bréfi til forsetans sem birtist í dagblaðinu Washington Post í síðasta mánuði, sagði í kjölfarið af sér sem fulltrúi í háttsettri nefnd sem starfar á vegum bandaríska varnamálaráðuneytisins.

Fram kemur í frétt AFP að afsögnin hafi tekið gildi 20. ágúst en bréfið birtist 16. ágúst í dagblaðinu. Með bréfinu gagnrýndi McRaven Trump fyrir að refsa öðrum gagnrýnanda sínum, John Brennan, fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, með því að svipta hann aðgangi að trúnaðargögnum.

Sagði McRaven í bréfinu að Trump hefði með gerðum sínum valdið Bandaríkjunum skömm og niðurlægt landið á alþjóðavettvangi. Það versta væri þó að forsetinn hefði sundrað Bandaríkjamönnum sem þjóð. Varaði hann Trump við því að honum myndi ekki takast það ætlunarverk sitt að kæfa gagnrýnisraddir.

mbl.is
Caddý maxi Life 7manna okt 2017 til sölu
til sölu Caddý maxi life 2017 ekin 23000,km 7 manna sjsk dísel einn með nánast ...
Trampolin til sölu
Stoj tampolin til sölu fyrir kr. 15.000,-. Stærð: Þvermál:244 cm X 60 cm x 150 ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...