Skaut fimm til bana og svo sjálfan sig

Lögreglan í Bakersfield, norðan Los Angeles, að störfum.
Lögreglan í Bakersfield, norðan Los Angeles, að störfum. AFP

Karlmaður hóf skothríð í Bakersfield í Kaliforníu í gær og lágu fimm manns í valnum, þeirra á meðal eiginkona hans, áður en hann snéri byssunni að sjálfum sér og fyrirfór sér. Lögreglan telur ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða en maðurinn skaut af byssu sinni á nokkrum stöðum í borginni.

Lögreglunni barst tilkynning um málið í gærkvöldi en skothríðina hóf maðurinn við vörubílastöð. Þar létust þrír af skotsárum, m.a. eiginkona árásarmannsins sem flúði því næst af vettvangi. Hann fór svo inn í hús og skaut þar par til bana. Hann rændi svo bíl af vegfaranda og er lögreglan hóf eftirför fór hann út úr bílnum og skaut sjálfan sig.

Lögreglan rannsakar nú málið en um þrjátíu vitni urðu að árásum mannsins. Hann notaði skammbyssu við voðaverk sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert