Stóð í hatrömmum skilnaði

Hér voru fyrstu fórnarlömbin skotin til bana.
Hér voru fyrstu fórnarlömbin skotin til bana. AFP

Karlmaður, sem skaut fimm manns til bana í borginni Bakersfield í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær áður en hann svipti sig lífi, hafði staðið í hatrömmum skilnaði en eiginkona hans var á meðal þeirra sem létu lífið í skotárásinni.

Þetta kemur fram í frétt AFP en þar segir að lögreglan telji að maðurinn, Javier Casarez sem var 54 ára gamall, hafi valið fórnarlömb sín en ekki skotið fólk tilviljanakennt. Frá þessu greindi Donny Youngblood, lögreglustjóri í Kern-sýslu, á blaðamannafundi í dag.

Javier Casarez.
Javier Casarez. AFP

Skotárásin átti sér stað eftir að Casarez kom á vörubílastöð í Bakersfield ásamt eiginkonu sinni, Petru Casarez. Hjónin ræddu við karlmann á stöðinni áður en Casarez  skaut hann til bana og beindi síðan byssunni að konu sinni og skaut hana.

Casarez veitti síðan öðrum karlmanni eftirför og skaut hann. Loks fór hann að húsi í borginni þar sem hann skaut 31 árs gamla konu og föður hennar. Að sögn Youngbloods rændi Casarez síðan bifreið og leyfði konu og barni sem voru í henni að yfirgefa hana með þeim orðum að hann væri ekki vondur maður.

Casarez skaut sjálfan sig til bana eftir að lögreglan hafði uppi á honum. Youngblood segir Casarez hafa sagt við lögreglumennina að hann vildi ekki lifa áður en hann skaut  sjálfan sig í magann með skammbyssu. Ekki liggur nákvæmlega fyrir með hvaða hætti öll fórnarlömbin tengdust Casarez að sögn lögregluyfirvalda.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...