Dómari í máli Madsens féll í yfirlið

Sjúkrabíll flytur dómarann frá dómshúsinu í dag.
Sjúkrabíll flytur dómarann frá dómshúsinu í dag. AFP

Réttarhöld við áfrýjunardómstól í Danmörku í máli Peters Madsens var frestað í dag eftir að dómari féll í yfirlið. Madsen var dæmdur fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall en hafði áfrýjað refsingunni og krafðist styttri fangelsisdóms.

Fjölskipaður dómur fjallar um málið en einn dómarinn veiktist stuttu eftir að réttarhöldin hófust og á meðan saksóknarinn var að flytja lokaræðu sína við dómstólinn í Kaupamannahöfn.

Hlúð var að dómaranum á vettvangi og hann svo fluttur á sjúkrahús. Hann er ekki sagður í lífshættu.

Vonir höfðu staðið til þess að ákvörðun dómsins yrði uppkveðin síðar í dag. Ekki er enn ljóst hvort réttarhöldunum verður framhaldið í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert