Fangelsi fyrir falskar umsagnir

Frá Róm, höfuðborg Ítalíu.
Frá Róm, höfuðborg Ítalíu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Karlmaður var á miðvikudaginn dæmdur í níu mánaða fangelsi á Ítalíu fyrir að hafa skrifað falskar umsagnir á ferðavefinn TripAdvisor þar sem hann fór fögrum orðum um hótel og veitingahús í landinu gegn greiðslu samkvæmt fréttavefnum Thelocal.it.

Fram kemur í fréttinni að maðurinn, sem rekur ráðgjafafyrirtæki með höfuðstöðvar í borginni Lecce, hafi ennfremur verið dæmdur til að greiða 8 þúsund evrur í miskabætur eftir að dómstóll í borginni komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið lög.

Glæpurinn fólst í því að rita falskar umsagnir undir fölsku nafni. Vonast er til þess að dómurinn verði fordæmisgefandi. Forsvarsmenn TripAdvisor hafa fagnað dóminum og sagt að þó alltaf hafi legið fyrir að framgangan væri ólögmæt væri þetta í fyrsta sinn sem einhver væri dæmdur í fangelsi fyrir hana. 

mbl.is
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...