Ók inn í mannfjölda í Frakklandi

Lögreglumenn að störfum í Frakklandi.
Lögreglumenn að störfum í Frakklandi. AFP

Karlmaður ók bíl inn í mannfjölda fyrir utan bar í frönsku borginni Nimes í nótt. Tveir slösuðust lítillega. Maðurinn ók á öryggisgirðingu og var fljótlega handtekinn að því er fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar.

Maðurinn er 32 ára og talinn vera heimamaður. Um klukkan 1 í nótt að staðartíma ók hann á miklum hraða í átt að um fimmtíu manna hópi sem stóð fyrir utan bar, að því er vitni segja.

Hins vegar ók hann bíl sínum, sem var af gerðinni Peugeot, á öryggisgirðingu.

Maðurinn er ekki talinn hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Hann reyndi að flýja af vettvangi en viðstaddir náðu honum og héldu þar til lögreglan kom og handtók hann. Lögreglan segir að maðurinn hafi verið í mikilli geðshræringu og hafi verið fluttur á sjúkrahús.

mbl.is
Fimm herbergja íbúð í Þingholtunum
Fimm herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 295 þúsund. Íbúðin leigist rey...
3ja daga CANON EOS námskeið 1.- 4. okt.
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 1. - 4. OKT. ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...