Stofnar nýjan hægriflokk í Kanada

Maxime Bernier, leiðtogi Þjóðarflokksins í Kanada.
Maxime Bernier, leiðtogi Þjóðarflokksins í Kanada. AFP

Maxime Bernier, fyrrverandi utanríkisráðherra Kanada, kynnti í dag nýjan hægriflokk til sögunnar sem fengið hefur nafnið Þjóðarflokkurinn. Fram kemur í frétt AFP að nýi flokkurinn kunni að reynast Íhaldsflokknum skeinuhættur í næstu þingkosningum.

Þjóðarflokkurinn leggur áherslu á frjálshyggju, minni ríkisafskipti og lægri skatta að sögn Berniers sem sagði skilið við Íhaldsflokkinn í síðasta mánuði. Sagði Bernier að flokkurinn myndi bjóða fram um allt land í næstu kosningum. Spurður um nafnið sagði hann að tímabært væri að  stjórnmálamenn settu hagsmuni þjóðarinnar í forgang.

Hagsmunaaðilar og alþjóðastofnanir hafa, að sögn Berniers, of lengi stýrt kanadískum stjórnmálum, þar með talið hagsmunir stjórnmálamanna og embættismanna sem hann segir ekki í tengslum við almenna Kanadamenn. Hefur hann sakað Íhaldsflokkinn fyrir að færa sig of nálægt miðjunni til þess að höfða til kjósenda Frjálslynda flokksins.

Frjálslyndi flokkurinn er við völd í Kanada í dag undir forystu Justins Trudeaus forsætisráðherra. Bernier sóttist eftir því að leiða Íhaldsflokkinn en tapaði í leiðtogakosningu fyrir Andrew Scheer sem hefur sakað hann um að setja persónulega hagsmuni sína í forgang og gera Frjálslynda flokknum greiða með því að kljúfa Íhaldsflokkinn.

mbl.is
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...