Besti vinur mannsins (myndir)

Hundur með horn á höfði kom ásamt eiganda sínum til …
Hundur með horn á höfði kom ásamt eiganda sínum til að mótmæla því blóðbaði og dýraníði sem nautaat á Spáni er. Mótmælin fóru fram í Madríd. AFP

Hundar eru víða á fréttamyndum síðustu daga. Þessir bestu vinir mannsins hafa komið við sögu í ýmsum fréttum, jafnt stórum sem smáum. Þeim hefur verið bjargað undan fellibyljum og einhverjir þeirra hafa orðið strandaglópar í rústum slíks óveðurs. Þeir hafa verið viðstaddir minningarathafnir um fórnarlömb hörmunga og komið ásamt eigendum sínum til mótmæla gegn slæmri meðferð á dýrum.

Þá hafa þeir verið myndaðir að gera það sem þeir eru einna bestir í: Að leika sér á ströndinni en einnig hafa hræ þeirra, sem enn eru étin í ákveðnum heimshlutum, orðið á vegi ljósmyndara AFP-fréttastofunnar. Þær myndir verða ekki birtar hér.

Hér að neðan má finna nokkrar fréttamyndir vikunnar þar sem hundar koma við sögu.

Sporhundur situr við hlið hermanns í miðstöð hundadeildar suðurafríska hersins. …
Sporhundur situr við hlið hermanns í miðstöð hundadeildar suðurafríska hersins. Hundarnir eru þar þjálfaðir til að þefa uppi veiðiþjófa í friðlöndum. AFP
Hundur í göngu ásamt eiganda sínum í Norður-Karólínu, skömmu áður …
Hundur í göngu ásamt eiganda sínum í Norður-Karólínu, skömmu áður en fellibylurinn Flórens gekk þar yfir. AFP
Þessi hundur varð strandaglópur eftir að fellibylurinn Mangkhut gekk yfir …
Þessi hundur varð strandaglópur eftir að fellibylurinn Mangkhut gekk yfir Filippseyjar og olli mikilli eyðileggingu. AFP
Hundi og eiganda hans bjargað um borð í bát í …
Hundi og eiganda hans bjargað um borð í bát í James City í Norður-Karólínu í kjölfar fellibylsins Flórens. AFP
Þessi hundur kom ásamt eigendum sínum að mótmæla nautaati á …
Þessi hundur kom ásamt eigendum sínum að mótmæla nautaati á Spáni. AFP
Hundar liggja hjá eigendum sínum í hjólhýsahverfi í Wilmington í …
Hundar liggja hjá eigendum sínum í hjólhýsahverfi í Wilmington í Suður-Karólínu skömmu áður en fellibylurinn Flórens gekk yfir. AFP
Frans páfi í hópi hunda og eigenda þeirra í Vatíkaninu.
Frans páfi í hópi hunda og eigenda þeirra í Vatíkaninu. AFP
Ítalskir lögreglumenn og einn hundur á minningarathöfn um þá sem …
Ítalskir lögreglumenn og einn hundur á minningarathöfn um þá sem fórust er Morandi-brúin hrundi í Genóa fyrir mánuði síðan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert