Fundu elsta brugghús heims í Ísrael

Áður var talið að menn hefðu byrjað að brugga bjór …
Áður var talið að menn hefðu byrjað að brugga bjór fyrir 5.000 árum. AFP

Rannsóknarfólk telur sig hafa fundið elsta brugghús heims með 13.000 ára gömlum bjórleifum í helli nærri Haifa í Ísrael. Brugghúsið fannst þegar verið var að rannsaka grafreit hirðingja, veiðimanna og safnara, frá öldum áður.

Áður var talið að menn hefðu byrjað að brugga bjór fyrir 5.000 árum, að því er segir í frétt BBC, en uppgötvunin gæti varpað glænýju ljósi á sögu bjórsins.

Þá gæti fundurinn einnig raskað þeirri kenningu að bjór hafi aðeins verið hliðarafurð vegna brauðbaksturs, en rannsóknarfólkið segist ekki geta fullyrt hvort kom á undan. Vangaveltur eru uppi um það hvort bjór hafi verið bruggaður sem hluti af athöfn til að heiðra þá látnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert