Kominn aftur til meðvitundar

Pyotr Verzilov er kominn af gjörgæslu.
Pyotr Verzilov er kominn af gjörgæslu. AFP

Meðlimur hljómsveitarinnar Pussy Riot hefur náð meðvitund á nýjan leik og er kominn af gjörgæslu eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús vegna hugsanlegrar eitrunar.

„Petya (Pyotr Verzilov) hefur náð meðvitund aftur,“ sagði Veronika Nikulshina, kærasta hans, sem er einnig í hljómsveitinni.

Hún bætti við að þótt Verzilov hefði verið færður af gjörgæsludeild væri hann enn haldinn ofskynjunum og væri með óráði.

Nikulshina sagði að eitrað hafi verið fyrir Verzilov, sem er þrítugur, með stórum lyfjaskammti.

Verzilov veiktist í kjöl­far rétt­ar­halda á þriðju­dag þar sem aðgerðarsinnar úr Pus­sy Riot voru fyr­ir dómi fyr­ir að hafa ruðst inn á leik­vanginn á úrslitaleik HM í Rússlandi í sum­ar.

Olga Pakhtusova úr Pussy Riot.
Olga Pakhtusova úr Pussy Riot. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert