Dregið úr viðbúnaði í Salisbury

Lögreglan að störfum í Salisbury á Englandi. Mynd úr safni.
Lögreglan að störfum í Salisbury á Englandi. Mynd úr safni. AFP

Breska lögreglan segir ekkert benda til þess að taugaeitrið Novichok hafi átt þátt í því að karl og kona veiktust skyndilega á veitingastað í Salisbury í gærkvöldi, að því er BBC greinir frá. Mikill viðbúnaður var á staðnum fyrst eftir að atvikið kom upp og lokaði lögregla staðnum og stóru svæði umhverfis hann. Dregið hefur verið úr öllum viðbúnaði.

Veit­ingastaður­inn Prezzo er staðsett­ur á High Street í Sal­isbury, skammt frá Qu­een El­iza­beth Gardens þar sem hin 44 ára gamla Dawn Stur­gess komst í snert­ingu við tauga­eitrið Novichok í lok júní sem leiddi hana að lok­um til dauða. 

Ser­gei Skripal, fyrr­ver­andi rúss­nesk­ur gagnnjósn­ari, og Yulia dótt­ir hans veikt­ust einnig eft­ir að hafa kom­ist í snert­ingu við sama tauga­eit­ur, en í frétt Sky News kem­ur fram að þau hafi snætt á veit­inga­húsi Zizzi-keðjunn­ar, um 300 metr­a frá veit­ingastað Prezzo.

Auk fjög­urra sjúkra­bíla var sér­stakt eit­ur­efnaviðbragðsteymi sent á vett­vang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert