Verður Bretum dýrt að semja ekki

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AGS varar við að efnahagur Bretlands …
Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AGS varar við að efnahagur Bretlands verði fyrir „verulegum kostnaði“ ákveði bresk stjórnvöld að yfirgefa ESB án samnings. AFP

Efnahagur Bretlands mun verða fyrir „verulegum kostnaði“ ákveði bresk stjórnvöld að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) varar við þessu í árlegri skýrslu sinni um útlitið í efnahagsmálum Bretlands.

Segir í skýrslunni að bresk stjórnvöld og ráðamenn Evrópusambandsins hafi ekki náð að leysa undirstöðuatriði varðandi útgöngu Breta og þetta geti leitt til vanskila Bretlands gagnvart greiðslum til Alþjóðaviðskiptasambandsins (WTO). 

„Undirstöðuspurningum – til að mynda varðandi framtíð efnahagssambands [Bretlands og ESB] og hin skylda spurning varðandi landamæri Írlands er enn ósvarað,“ segir í skýrslunni.

Nauðsynlegt sé að svara þessum spurningum eigi að koma í veg fyrir að Bretar yfirgefi ESB án samkomulags, sem myndi leiða til verulegs kostnaðar varðandi skilmála WTO. 

Er svört skýrsla AGS sögð í mikilli mótsögn við fullyrðingar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem gaf í síðustu viku í skyn að það yrði Bretum engin harmsaga gengju þeir úr ESB án samnings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert