Bjóða 2 milljarða dala fyrir herstöð

Donald Trump og Andrzej Duda takast í hendur á blaðamannafundinum.
Donald Trump og Andrzej Duda takast í hendur á blaðamannafundinum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera að íhuga alvarlega beiðni Pólverja um að bandarísk herstöð verði í landinu til frambúðar.

Á blaðamannafundi með Andrzej Duda, forseta Póllands, í Hvíta húsinu sagði Trump að Pólland hafi boðist til þess að greiða bandarískum stjórnvöldum að minnsta kosti 2 milljarða dala, eða um 222 milljarða króna, til að aðstoða við kostnaðinn vegna herstöðvarinnar.

„Við erum að íhuga þetta mjög alvarlega,“ sagði Trump. 

Duda grínaðist með það á blaðamannafundinum að herstöðin gæti heitið „Fort Trump“.

Hann sagði að þensla rússneska hersins, þar á meðal yfirtaka á svæðum uppreisnarmanna í Georgíu og innlimun Krímskaga, sé hluti af „stöðugum brotum á alþjóðlegum lögum.“

Hann bætti því við að mjög margt réttlætti bandaríska herstöð í Póllandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert