Hjólaði á 296 kílómetra hraða og setti met

Mueller-Korenek á ógnarhraða á Bonneville-saltsléttunni um helgina.
Mueller-Korenek á ógnarhraða á Bonneville-saltsléttunni um helgina.

Bandaríska hjólreiðakonan og ofurhuginn Denise Mueller-Korenek setti um helgina ótrúlegt nýtt heimsmet er hún hjólaði á 296 kílómetra hraða á Bonneville-saltsléttunni í Utah í Bandaríkjunum. Enginn hefur nokkurn tíma farið hraðar á reiðhjóli.

Þessum gríðarlega hraða náði Mueller-Korenek með því að láta kappakstursbíl draga sig upp í hartnær 200 kílómetra hraða og þá sleppti hún takinu á bílnum og byrjaði að hjóla sjálf í eina gír sérútbúna reiðhjólsins sem hún notaði, en sá er gríðarlega þungur.

Hún hjólaði svo áfram og nýtti sér kjölsog kappakstursbílsins til þess að ná þessum gríðarlega hraða og bæta heimsmetið. Fyrra met var sett árið 1995, en þá náði hollenski kappinn Fred Rompelberg 268 kílómetra hraða á þessum sama stað.

Nánar er fjallað um þetta magnaða heimsmet á vefnum Bicycling.com, en myndband af þessu afreki má sjá hér að neðan.


Hér að neðan má svo sjá Mueller-Korenek ræða um heimsmetstilraunina í aðdraganda hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert