Selst eins og heitar lummur

Bókin Fear eftir Bob Woodward.
Bókin Fear eftir Bob Woodward. AFP

Bók rannsóknarblaðamannsins Bob Woodward, Fear: Trump in the White House, hefur selst í 1,1 milljón eintaka síðan hún kom út fyrir einni viku. Þar með er hún orðin sú bók sem hefur selst hraðast í 94 ára sögu forlagsins Simon and Schuster.

Bókin fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og starfslið hans. Þar er talað um að starfs­fólk Hvíta húss­ins sé á barmi tauga­áfalls og að Trump sé haldinn ofsóknaræði á háu stigi. 

Bókin seldist í 900 þúsund eintökum fyrsta daginn sem hún kom út, 11. september, bæði sem hefðbundin bók, hljóðbók og í rafrænu formi. 

„Það er bara hægt að lýsa sölunni á Fear með einu orði og það orð er „gríðarleg“,“ sagði Jonathan Karp, yfirmaður forlagsins.

Tíunda prentunin á bókinni er í gangi og hefur útgáfurétturinn verið seldur til 24 landa.

Bob Woodward.
Bob Woodward. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert