Fjögur börn létust er lest ók á reiðhjól

Frá slysstaðnum í Oss í Hollandi.
Frá slysstaðnum í Oss í Hollandi. AFP

Fjögur börn létust er lest og farangurshjól, reiðhjól með stórum kassa framan á, skullu saman í bænum Oss í Hollandi í morgun. 

Eitt barn til viðbótar og kona slösuðust alvarlega, börnin sátu ofan í kassanum á framhluta reiðhjólsins er slysið átti sér stað. Ekki hefur komið fram hvernig slysið nákvæmlega átti sér stað, en lögregla segir á Twitter að viðbragðsaðilar séu enn að störfum á slysstað.

AFP

Oss er nærri landamærum Hollands og Þýskalands, um það bil 110 kílómetra suðaustur af Amsterdam. Lestin sem lenti á reiðhjólinu var á leiðinni frá bænum Nijmegen til Den Bosch. Talsmaður NS, hollensku lestarþjónustunnar, segir að um hörmulegt slys sé að ræða.

Farangursreiðhjól af þessu tagi hafa einnig verið nefnd nytjahjól á íslensku, en eru algeng sjón í Hollandi og víðar þar sem hjólreiðar eru útbreiddar. Kassinn á framhluta hjólsins er gjarnan notaður undir ýmiss konar varning eða sem sæti fyrir börn.

Reiðhjól af svipuðu tagi og það sem varð fyrir lestinni …
Reiðhjól af svipuðu tagi og það sem varð fyrir lestinni í Oss í morgun. Wikimedia Commons/Leonhard Lenz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert